Hvernig á að flokka jóla- og áramótúrganginn
Við hjá Terra umhverfisþjónustu tókum saman helstu úrgangs tegundir og viljum deila því með ykkur hvernig sé best að flokka þá til að ná hreinum straumum frá heimilum og fyrirtækjum sem skilar sér aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Mandarínukassar 👉 Umbúðartimbur – Hægt að skila á næstu endurvinnslustöð
Plastumbúðir 👉 Plast
Pakkabönd 👉 Blandaður úrgangur
Leikföng úr plasti 👉 Blandaður úrgangur
Stjörnuljós (notuð) 👉 Málmur – Hægt að skila á næstu grenndarstöð
Jólagjafapappír 👉 Pappír
Jólatré 👉 Garðaúrgangur - Hægt að skila á næstu endurvinnslustöð
Jólaseríur (ónýtar) 👉 Raftæki - Hægt að skila á næstu endurvinnslustöð
Flugeldar (notaðar) 👉 Blandaður úrgangur
Flugeldar (ónotaðir) 👉 Spilliefni - Hægt að skila á næstu endurvinnslustöð
Ertu með ónýtar jólaseríur heima hjá þér?
Við viljum minna ykkur á mikilvægi þess að skila þeim í endurvinnslustöðvar í þar til gerð ílát sem eru fyrir lítil raftæki.
Ónýtar jólaseríur á alls ekki að flokka sem blandaðan úrgang.
Ljósaseríur flokkast sem raftæki eins og annar búnaður sem knúinn er rafmagni.
Á móttökustöðvum er venjulega kar fyrir þennan flokk en á höfuðborgarsvæðinu og víðar sjá starfsmenn stöðvanna um móttöku og flokkun raftækja.
Ljósaseríur eins og önnur lítil raftæki eru send úr landi til endurvinnslu. Móttökuaðili sendir tækin í gegnum vinnslulínu þar sem þau eru tætt niður í smáar efnisflögur sem síðan fara í gegnum vélræna flokkun.
Sú flokkun aðskilur gler, málma og plast og þessir efnisstraumar eru síðan sendir áfram til endurvinnslu hjá fyrirtækjum sem eru sérhæfð hvert í sínum flokki.
Veistu hvað á að gera við allan þann úrgang sem fellur til við jólabaksturinn?
Ekki er ólíklegt að fólk telji að flokka eigi bökunarpappír með pappír en það er svo mikið rangt. Bökunarpappírinn fer með blandaða úrganginum þar sem pappírinn er með áferð sem veldur því að það festist ekkert við hann og er því ekki hreinn pappír.
Hérna eru nokkrir flokkar í viðbót sem vert er að huga að:
Eggjabakki 👉 Pappír
Eggjaskurn 👉 Matarleifar
Tómur hveiti poki 👉 Pappír
Umbúðir af smjöri 👉 Blandaður úrgangur
Smáköku klúður 👉 Matarleifar
Minnum þó á að ljótar smákökur bragðast jafn vel og fallegar, en ef þær gleymast í ofninum og brenna hvetjum við þig til að setja í pokann með matarleifunum.
Hvernig endurnýtum við jólatré sem búið er að þjóna sýnum tilgangi sem stofustáss og gleðigjafi yfir hátíðirnar?
Hér eru tillögur sem fengnar voru af mbl.is hvernig við getum endurnýtt jólatréð. (Geitur eru víst sólgnar í gömul jólatré).
Notaðu greinarnar í garðinn
Ef garðurinn er ekki á kafi í snjó er tilvalið að klippa trjágreinarnar af við stofninn og nota til að hylja garðplönturnar okkar.
Nýttu næringuna úr nálunum
Fjarlægðu nálarnar af greinunum og notaðu til að bæta jarðveginn í garðinum – garðurinn mun elska það.
Greinar sem eldiviður
Notaðu greinarnar sem eldivið þar sem jólatré brennur ekki síður vel en annar viður og því tilvalið að henda inn í arininn og ylja sér í leiðinni. Gættu þess bara að grenið sé þurrt – en greni þornar mjög fljótt og því tilvalinn eldiviður.
Gleðjum smáfuglana
Það er nógu erfitt fyrir litlu fuglana að finna sér eitthvað að bíta í þessa dagana. Klipptu niður greinar og hengdu upp utandyra ásamt frækúlum. Bæði þú og fuglarnir munuð njóta og hafa gaman af.
Fleiri ráð og upplýsingar má finna á https://www.terra.is/
Mynd: https://www.mbl.is/matur/frettir/2023/01/02/svona_endurnytir_thu_jolatred/
mbl.is/Getty images