Eldvarnareftirlitið áformar að hefja skoðun á stöðu eldvarna á bújörðum.
Eldvarnareftirlitið mun hefja skoðaná eldvörnum á bújörðum í Eyjafjarðarsveit mánudaginn 18. feb. n. k.
Verkáætlun miðast við að skoðun verði lokið í maí í þessari lotu eins og það er orðað í tilkynningu frá
eftirlitinu. Haft verður samband símleiðis við ábúendur til að ákveða skoðunartíma og gert er ráð fyrir einn og hálfur til
tveir tímar fari í hverja skoðun. Haft verður samband við fyrstu skoðunarstaðina föstudaginn 15. feb.