Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla.
Opnunartímar verða sem hér segir:
28. desember kl. 16-22
29.-30. desember kl. 10-22
31. desember kl. 9-16
5. janúar kl. 19-21. (Dalborg)
Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð.
Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa.
Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum!
Kveðja,
Hjálparsveitin Dalbjörg.