Eyjafjarðará hefur brotist úr árfarvegi sínum við Skáldstaði og er vegurinn því lokaður, vegfarendum bent á að fara Hólaveg, austan ár, þurfið þeir að komast framar í sveitina.
Vegagerðin vinnur nú í því að leysa vandamálið sem orsakast hefur vegna krapastíflu. Hálka er víða í sveitinni og því mikilvægt að fara varlega en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður ekki unnið á henni að svo stöddu. Veðurspá er hinsvegar á þann veg að líklegt má telja að mokstursbílar verði á ferð aðfaranótt miðvikudags. Upplýsingar verða uppfærðar hér á vefnum um leið og nýjar fréttir berast.