Ákveðið hefur verið að kynningartímabil deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir Hrafnagilshverfi skuli framlengt um tvær vikur til 4. mars 2022. Deiliskipulagstillagan mun liggja frammi á sveitarskrifstofunni og vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is, meðan á kynningartímabilinu stendur.
Opinn fjarfundur vegna kynningarinnar fór fram 15. febrúar sl. og sjá má glærukynningar af fundinum á meðfylgjandi hlekkjum:
Aðalskipulagsbreyting og almennt
Í ljósi nýlegrar rýmkunar á samkomutakmörkunum verður kynning á deiliskipulagstillögunni endurtekin á fundi í mötuneyti Hrafnagilsskóla kl. 17:00 föstudaginn 25. febrúar 2022. Skipulags- og byggingarfulltrúi og hönnuður skipulagstillögu munu endurtaka kynningar sínar af fundinum 15. febrúar og í kjölfarið gefst færi á spurningum og umræðum. Íbúar Hrafnagilshverfis og aðrir sem telja málið sig varða eru hvattir til að mæta á kynninguna. Fundargestir eru beðnir að bera andlitsgrímur og virða 1 meters fjarlægðarmörk meðan á fundinum stendur.