Brúarland - íbúðarsvæði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning skipulagslýsingar

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir íbúðarsvæði ÍB15 í landi Brúarlands í Eyjafjarðarsveit í kynningu skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að tvö af þremur íbúðarsvæðum ÍB15 verða skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði, en þó standa eftir tvær lóðir sem verða áfram skilgreindar sem íbúðarbyggð en það eru lóðirnar Brúnagerði 1 og 15. Breytingin er til komin vegna áforma landeiganda að hafa gistiþjónustu á svæðinu.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 20. mars til 3. apríl 2025, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 333/2025. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 3. apríl 2025. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar