Í maí var haldið námskeið fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna.
Á námskeiðinu var farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, en þar má nefna m.a. aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig var lögð mikil áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu. Námskeiðið var haldið tvo laugardaga frá kl. 10:00 – 15:00. Þátttakendur voru 8 á aldrinum 11 til 14 ára og gerðu þeir góðan róm að innihaldi námskeiðsins.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar þeim fyrir góða mætingu og prúðmannlega framkomu á námskeiðinu.