Birkifræsöfnun í Garðsárreit 22. september

Fréttir

Velkomin í Garðsárreit!

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í anda Bonn-áskorunarinnar.

Átakinu í ár verður hleypt formlega af stokkum í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 22. september kl 17. Í Eyjafirði er gott birkifræár og því fullt af fræi til að tína.

- Verkefnastjóri söfnunarinnar kynnir verkefnið og fræðir um tínslu og sáningu birkifræs.

Að söfnun lokinni býður Skógræktarfélag Eyfirðinga, sem sér um og ræktar Garðsárreit, upp á ketilkaffi og safa. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar býður upp á kleinur með kaffinu.

Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á vefnum https://birkiskogur.is/ og um Garðsárreit á https://www.kjarnaskogur.is/gardsarreitur. Verndun og ræktun þessa reits var fyrsta verkefni Skógræktarfélags Eyfirðinga eftir stofnun 1930 og hefur birkið í Þverárgili verið friðað þar frá árinu 1931.

Leggja má bílum við suðausturenda Garðsárreits. Reiturinn er á norðanverðum gilbarmi Þverárgils. Beygt er af Eyjafjarðarbraut eystri upp afleggjarann að bóndabænum Garðsá.

Viðburðurinn er líka auglýstur á facebook:
https://www.facebook.com/events/811558379978136