Á undanförnum árum hefur skógarkerfill breiðst út með ógnar hraða í Eyjafjarðarsveit. Plantan er
mjög harðgerð og öflug og virðist þola öll venjuleg illgresiseyðingarlyf. Á sumum jörðum vex plantan í stórum breiðum og
sækir inn í tún svo að til vandræða horfir.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar ákvað á sl. vetri að við svo búið mætti ekki lengur standa og hratt því af stað
tilraunaverkefni um að reyna að vinna bug á þessari hvimleiðu jurt.
Grettir Hjörleifsson á Vökulandi hefur haft yfirumsjón með verkefninu og hefur að hans sögn náðst allnokkur árangur á undanförnum vikum. Úðað er með Roundup gjöreyðingarlyfi sem drepur allann gróður og því er ekki hægt að beita því á ræktað land. Þar er eina ráðið að plægja upp svörðinn og sá í hann að nýju til að vinna bug á kerflinum. Eyjafjarðarsveit hefur lagt til starfsmann og tækjabúnað ásamt eitri til verkefnisins en landeigendur leggja á móti til vinnu við úðunina.
Grettir Hjörleifsson á Vökulandi hefur haft yfirumsjón með verkefninu og hefur að hans sögn náðst allnokkur árangur á undanförnum vikum. Úðað er með Roundup gjöreyðingarlyfi sem drepur allann gróður og því er ekki hægt að beita því á ræktað land. Þar er eina ráðið að plægja upp svörðinn og sá í hann að nýju til að vinna bug á kerflinum. Eyjafjarðarsveit hefur lagt til starfsmann og tækjabúnað ásamt eitri til verkefnisins en landeigendur leggja á móti til vinnu við úðunina.