Jarðgerðarsvöð að Þverá, Eyjafjarðarsveit.
A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
B. Tillaga að deiliskipulagi.
Umhverfisskýrsla vegna jarðgerðarstöðvar
A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin felst í stofnun iðnaðarlóðar á eyrum Þverár ytri. Lóðin er ca. 5.7 ha og þar er fyrirhugað að reisa jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang. Við breytinguna minnkar efnistökusvæði um ca. 1.3 ha og landbúnaðarsvæði um ca. 4.4 ha. Breytingin er sýnd á uppdrætti í stærðinni A2 og er umhverfisskýrsla dags. í maí 2008 meðfylgjandi uppdrættinum.
B. Tillaga að deiliskipulagi.
Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarlóðar í landi Þverár ytri er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan sýnir staðsetningu iðnaðarlóðar í landi Þverár ytri sbr. auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 hér að framan. Stærð lóðarinnar er 5.7 ha. Þar er fyrirhugað að reisa jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang. Áætluð stærð byggingar fyrir tækjabúnað er allt að 1250 ferm. að grunnfleti. Vegghæð 5 – 6 m og mesta þakhæð 8 – 9 m. Geymsluhús fyrir stoðefni er áætlað 400 ferm. að grunnfleti. Malbikuð plön ca. 2100 ferm. Afkastageta stöðvarinnar er áætluð 17 þús. tonn á ári.
Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 5. júní til og með 3. júlí 2008. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 17. júlí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.