Auglýsing um skipulag - Hvammur


A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

Aðalskipulagsbreyting

B. Tillaga að deiliskipulagi.

Deiliskipulag

Umhverfisskýrsla


A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin felst í breyttri landnotkun þar sem 3 ha lands er breytt úr landbúnaðarnotkun í efnistökusvæði. Breytingin er sýnd á uppdrætti og er umhverfisskýrsla dags. í maí 2008 meðfylgjandi uppdrættinum.


B. Tillaga að deiliskipulagi.
Tillaga að deiliskipulagi, efnistökusvæðis í landi Hvamms, er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan sýnir staðsetningu efnistökusvæðis í landi Hvamms sbr. auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 hér að framan. Stærð efnistökusvæðis er 3 ha og eru hugmyndir um að taka á næstu 2 – 3 árum allt að 150.000 m3 af efni (bakvið) vestan Nónklappar.
Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is frá og með 4. júlí til og með 4. ágúst 2008. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 11. ágúst 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.