Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan
fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins.
Helsta markmið Áttavitans er að styrkja ungt fólk í að taka upplýstar ákvarðanir og velja jákvæða lífleið.
Vefsíðunni er ætlað að auðvelda ungu fólki að finna góðar og áreiðanlegar upplýsingar, setja flókna hluti fram á
mannamáli og lista upp þau tækifæri og réttindi sem standa ungu fólki til boða.
Nokkrar staðreyndir um Áttavitann:
• Heimsóknir eru á billinu 17.000 til 20.000 á mánuði
• Vefurinn hefur að geyma yfir 3.000 greinar og spurningar í 10 efnisflokkum
• Áttavitinn er þróaður af ungu fólki fyrir ungt fólk en starfar jafnframt með fagaðilum um efnistök og staðreynda
yfirlestur
• Vefurinn var opnaður 30. maí 2012
Tengil inn á síðuna er að finna til hægri á forsíðunni eða þú getur valið að smella hér.