95. ársþing UMSE fór fram í Þelamerkurskóla 16. mars. Þingið var í umsjón Umf. Smárans. Mættir voru 33 af 44 mögulegum fulltrúum 13 aðildarfélaga og stjórnar. Þess ber að geta að öll aðildarfélög UMSE áttu fulltrúa á þinginu. Þingið var líflegt að venju og sköpuðust m.a. líflegar umræður um hlutverk og stefnu sambandsins.
Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands var gestur þingsins og veitti hann Þorgerði Hauksdóttur starfsmerki UMFÍ. Aðrir gestir þingsins voru Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.
Veittar vour heiðursviðurkenningar frá UMSE til nokkurra aðila. Guðrún Sigurðardóttir (Umf. Svarfdæla), Elín B. Unnarsdóttir (Sundfélagið Rán), Gestur Hauksson (Umf. Smárinn), Ásgeir Már Hauksson (Umf. Smárinn) og Ingunn Aradóttir (Umf. Smárinn) voru öll sæmd Starfsmerki UMSE. Níels Helgason og Gísli Pálsson voru sæmdir Gullmerki UMSE fyrir ævistarf sitt í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála.
Það var svo Umf. Svarfdæla sem hlaut félagsmálabikar UMSE fyrir starf sitt á árinu 2015.
Bjarnveig Ingvadóttir (Umf. Svardæla) var endurkjörin formaður UMSE, Sigrún Finnsdóttir (Umf. Smárinn) var endurkjörin ritari og Þorgerður Guðmundsdóttir (Umf. Samherjar) endurkjörin meðstjórnandi. Í varastjórn var Guðrún Sigurðardóttir (Umf. Svarfdæla) endurkjörin og samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar voru Björgvin Hjörleifsson (Skíðafélag Dalvíkur) og Elvar Óli Marinósson (Umf. Reyni) einnig kjörnir í varastjórn.
Ársskýrsla UMSE er nú aðgengileg á vefsíðunni www.umse.is. Þinggerðin verður einnig aðgengileg á vefnum innan skamms ásamt fleiri myndum frá þinginu.