Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 7. mars 2024 var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 lagður fram.
Rekstrartekjur A og B hluta voru 1.631,1 millj., og er það 7,7% yfir fjárhagsáætlun ársins.
Rekstrargjöld A og B hluta án fjármagnsliða, voru 1.313,9 millj. en það er um 0,1% yfir fjárhagsáætlun ársins.
Fjármagsliður voru jákvæðir um 8,6 millj.
Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var jákvæð um 285 millj.
Lang stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins er vegna fræðslumála og var á árinu 2023 810,2 millj. eða 54,8% af skatttekjum.
Launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum var 51%.
Langtímaskuldir A-hluta eru engar. Langtímaskuldir B-hluta eru 61,3 millj. og eru það eingöngu lán vegna leiguíbúða. Skuldaviðmið sveitarfélagsins samkv. reglugerð er 0%, leyfilegt hámark er 150%.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2023 nam 150,3 millj. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2023.
Veltufé frá rekstri var 270,7 millj. eða 16,1% af rekstrartekjum. Handbært fé í árslok 2023 var 557,6 millj.