Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 10. maí 2017, var lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Fyrirliggjandi ársreikningur endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar.
Samkvæmt reikningnum urðu rekstrartekjur 977,4 millj. kr. sem er 4,35% umfram áætlun ársins, rekstrargjöld án fjármagnsliða voru 864,6 millj. kr. sem er um 1,2% undir áætlun ársins. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 112,8 millj. kr. Afskriftir ársins voru 30,9 millj. kr. og fjármagnsliðir 2,1 millj. kr.
Veltufé frá rekstri var 113,4 millj. kr. eða 11,6% af tekjum. Nettó fjárfesting ársins var 31,6 millj. kr
Afborganir lána voru 26,8 millj. kr. Skuldaviðmið í árslok 2016 er 13,2%
Handbært fé í árslok er 139,2 millj. kr.