Á fimmtudagskvöldið, 19. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Arnór Snær Guðmundsson, golfari úr Golfklúbbnum Hamri var kjörinn Íþróttamaður UMSE 2016. Hann var jafnframt útnefndur golfmaður UMSE 2016. Annar í kjörinu var Guðmundur Smári Daníelsson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum og frjálsíþróttamaður UMSE 2016 og þriðji Viktor Hugi Júlíusson, frjálsíþróttamaður frá Umf. Svarfdælum.
Í kjöri til íþróttamans UMSE voru:
- Badmintonmaður UMSE 2016, Haukur Gylfi Gíslason, Umf. Samherjum.
- Borðtennismaður UMSE 2016, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Umf. Samherjum.
- Frjálsíþróttamaður UMSE 2016, Guðmundur Smári Daníelsson, Umf. Samherjum.
- Golfmaður UMSE 2016, Arnór Snær Guðmundsson, frá Golfklúbbnum Hamri.
- Hestaíþróttamaður UMSE 2016, Svavar Örn Hreiðarsson, Hestamannafélginu Hring.
- Skíðamaður UMSE 2016, Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðafélag Dalvíkur.
- Sundmaður UMSE 2016, Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, Sundfélaginu Rán.
- Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Golfklúbbnum Hamri, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í golfi.
- Helgi Halldórsson, Skíðafélagi Dalvíkur, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur á skíðum.
- Eir Starradóttir, Umf. Æskunni, tilnefnd af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
- Viktor Hugi Júlíusson, Umf. Svarfdæla, tilnefndur af stjórn UMSE fyrir góðan árangur í frjálsíþróttum.
Við sama tilefni var veitt viðurkenning og styrkur til fimleikadeildar Umf. Svarfdæla fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf. Starfið í þessari ungu deild hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Styrkurinn er veittur af Bústólpa ehf. sem er aðal styrktaraðili UMSE og sér stjórn UMSE um úthlutun styrksins.
Veittar voru viðurkenningar til samtals 25 íþróttamanna sem allir eiga það sameiginlegt að hafa skarað framúr á svið íþróttanna á árinu 2016. Eftirfarandi íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir að hafa unnið til Íslandsmeistaratitla, landsmótsmeistaratitla, verið valin í úrvals- eða afrekshópa sérsambanda eða í landslið á árinu 2016:
- Agnes Fjóla Flosadóttir, unglingalandsmótsmeistari í 50 m skriðsundi, 100 m skriðsundi og boðsundi (blönduð sveit).
- Amalía Nanna Júlíusdóttir, aldurflokkameistari Íslands í 200 m í bringsundi í flokki 13-14 ára., unglingalandsmótsmeistari í 100 m fjórsund, 50 m bringusund, 50 m flugsundi og boðsundi (blönduð sveit) í flokki 13-14 ára. Er í framtíðarhópi Sundsambands Íslands.
- Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára.
- Andrea Björk Birkisdóttir, B-landslið Skíðasambands Íslands.
- Axel Reyr Rúnarsson, unglingameistari Íslands í stórsvigi 15 ára.
- Arnór Snær Guðmundsson, afrekshópur GSÍ, Íslandsmeistari í liðakeppni golfklúbba (sameignlegt lið GHD og GA) 18 ára og yngri.
- Daði Hrannar Jónsson, unglingameistari Íslands í stórsvigi í flokki 13 ára.
- Daniel Rosazza, unglingalandsmótsmeistari í fjalllahjólreiðum í flokki 13-15 ára.
- Guðmundur Smári Daníelsson, Íslandsmeistari utanhúss í stangarstökki, þrístökki, kringlukasti, spjótkasti og sleggjukasti í flokki 18 til 19 ára. Unglingalandsmótsmeistari í 110 metra grindarhlaupi, hástökki pilta, langstökki pilta, kúluvarpi og kringlukast í flokki 18 ára pilta. Unglingalandsmótsmeistari í glímu.
- Guðni Berg Einarsson, unglingameistari Íslands í svigi og alpatvíkeppni í flokki 13 ára.
- Haukur Gylfi Gíslason, U19 landsliðshópur í badminton.
- Heiðmar Sigmarsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
- Helgi Halldórsson, Unglingameistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni í flokki 14 ára
- Hildur Marín Gísladóttir, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
- Kristín Erna Jakobsdóttir, unglingalandsmótsmeistari í 50 m skriðsundi og 50 m bringusund 11 ára í flokki hreyfihamlaðra og Unglingalandsmótsmeistari í langstökk og 60 m hlaupi í flokki hreyfihamlaðra.
- Sindri Sigurðarson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
- Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, unglingalandsmótsmeistari í golfi í flokki 16-18 ára.
- Sveinborg Katla Daníelsdóttir, Íslandsmeistari í stangarstökki kvenna utanhúss 20-22 ára.
- Trausti Freyr Sigurðsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
- Úlfur Hugi Sigmundsson, mini-cadet (U-13) hópur BTÍ
- Viktor Hugi Júlíusson, Íslandsmeistari í 100 m hlaupi og þrístökki 15 ára utanhúss. Íslandsmeistari 60 m hlaupi og langstökki 15 ára innanhús. Unglingalandsmótsmeistari í 100 metra hlaupi og 100 metra grindarhlaupi (84 cm) og hástökki pilta 15-16 ára.
Á facebook síðu UMSE má finna fleiri myndir úr kjörinu (https://www.facebook.com/UMSE-112469948804069/)
Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar þessum einstaklingum, aðstandendum þeirra og þjálfurum til hamingju með árangur sinn á sviði íþrótta á árinu 2016.