Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, gefur kost á sér til formennsku í Landssambandi kúabænda. Kosið verður til formanns á aðalfundi samtakanna sem fer fram í Reykjavík dagana 31. mars og 1. apríl n.k. Arnar er 41 árs og hefur búið á Hranastöðum frá 2001. Hann er kvæntur Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn.
Arnar sat í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar frá 2002-2014, síðustu átta árin sem oddviti. Gengdi starfi sveitarstjóra um nokkurra mánaða skeið á því tímabili. Arnar er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1994 og iðnaðartæknifræðingur af matvælasviði Tækniskóla Íslands árið 2000./BHB