Fréttayfirlit

Fundarboð 626. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 626. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 og hefst kl. 08:00
06.02.2024
Fréttir

Lífshlaupið hefst á miðvikudaginn!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi en stuðst er við ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 150 mínútur á víku. En í Lífshlaupinu er miðað við 30 mínútur á dag fyrir fullorðna. Í ár er nýr keppnisflokkur fyrir Hreystihópa 67+ hér má finna allt um Lífshlaupið https://lifshlaupid.is/
05.02.2024
Fréttir

Eyvindur 2023 - rafrænt eintak

Árlega gefur menningarmálanefnd út blaðið Eyvind sem er dreift frítt á öll heimili í sveitarfélaginu. Nú má einnig nálgast blaðið hér.
02.02.2024
Fréttir

Kærkomin gjöf í Krummakot

Við tókum við kærkominni gjöf frá Kvenfélaginu Hjálpinni í dag. Við fengum um 110.000.- krónur og keyptum fyrir það: trampólín, skynjunarrólu, kjöltupúða með þyngingu, þrýstivesti og tvöfalt þrautabretti. Til að afhenda þessa frábæru gjöf komu þær Auður, Eva Rakel og Freyja Sól frá kvenfélaginu Hjálpinni. Enn og aftur þúsund þakkir fyrir okkur, nemendur Krummakots munu svo sannarlega njóta góðs af þessari fallegu gjöf.
02.02.2024
Fréttir

Bjarki Ármann Oddsson nýr skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar

Bjarki Ármann Oddsson hefur verið ráðinn sem skrifstofu- og fjármálastjóri Eyjafjarðarsveitar og tekur hann við starfinu af Stefáni Árnasyni þann 1.maí næstkomandi.
02.02.2024
Fréttir