Nýbygging Hrafnagilsskóla, markmið og áherslur sveitarstjórnar - umsagnafrestur til klukkan 8:00 þann 16.mars
Íbúum Eyjafjarðarsveitar og starfsmönnum í skólum sveitarfélagsins gefst nú kostur á að koma á framfæri umsögnum um þau markmið og áherslur sem sveitarstjórn hefur að leiðarljósi við undirbúning og hönnun nýbyggingarinnar og varðandi þá leið sem sveitarfélagið hefur ákveðið að fara í byggingunni. Mögulegt er að skila inn umsögnum til klukkan 8:00 að morgni þriðjudags, þann 16.mars næstkomandi. Umsagnir varðandi málið verða að berast í nafni einstaklings eða samtaka/hóps og verða þær birtar opinberlega á heimasíðu sveitarfélagsins næsta virka dag eftir að þær berast.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar undirbýr nú nýbyggingu við Hrafnagilsskóla sem á næstu árum mun hýsa sameinaða stofnun grunn- og leikskóla sveitarfélagsins undir nafni Hrafnagilsskóla. Framkvæmdaráð og sveitarstjóri halda utan um undirbúningsvinnuna fyrir hönd sveitarstjórnar.
02.03.2021
Fréttir