Fréttayfirlit

Nýbygging Hrafnagilsskóla, markmið og áherslur sveitarstjórnar - umsagnafrestur til klukkan 8:00 þann 16.mars

Íbúum Eyjafjarðarsveitar og starfsmönnum í skólum sveitarfélagsins gefst nú kostur á að koma á framfæri umsögnum um þau markmið og áherslur sem sveitarstjórn hefur að leiðarljósi við undirbúning og hönnun nýbyggingarinnar og varðandi þá leið sem sveitarfélagið hefur ákveðið að fara í byggingunni. Mögulegt er að skila inn umsögnum til klukkan 8:00 að morgni þriðjudags, þann 16.mars næstkomandi. Umsagnir varðandi málið verða að berast í nafni einstaklings eða samtaka/hóps og verða þær birtar opinberlega á heimasíðu sveitarfélagsins næsta virka dag eftir að þær berast. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar undirbýr nú nýbyggingu við Hrafnagilsskóla sem á næstu árum mun hýsa sameinaða stofnun grunn- og leikskóla sveitarfélagsins undir nafni Hrafnagilsskóla. Framkvæmdaráð og sveitarstjóri halda utan um undirbúningsvinnuna fyrir hönd sveitarstjórnar.
02.03.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk – afleysingarstaða vegna fæðingarorlofs

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun (B.s.,B.a.,B.ed) sem að nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn Góð íslenskukunnátta Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ . Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15.mars 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
02.03.2021
Fréttir

Skólaliði

Óskum eftir að ráða skólaliða í afleysingar fram að skólalokum 10. júní. Starfsmaðurinn þarf helst að geta hafið störf 15. mars. Leitað er eftir starfsmanni sem: Sýnir metnað í starfi. Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Er fær og lipur í samskiptum. Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veita Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri hrund@krummi.is og Björk Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri bjork@krummi.is í síma 464-8100.
02.03.2021
Fréttir