Fréttayfirlit

Lokun skrifstofu f.h. 10. júní

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð fyrir hádegi miðvikudaginn 10. júní vegna námskeiðs starfsmanna. 
08.06.2020
Fréttir

Skjálfandamót HFA og Völsungs 2020 fer um Eyjafjarðarsveit 20. júní kl. 9:00-11:00

Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna um Eyjafjarðarsveit laugardaginn 20. júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum. Ræst verður frá Akureyri kl. 9:00 og mun allt að 30 manna hópur hjóla frá Akureyri um Miðbraut hjá Hrafnagili og norður í Vaðlaheiðargöng. Keppnisleiðin endar á Húsavík og er áætlað að henni ljúki um kl. 14:00 en hér má sjá kortmynd sem sýnir ágætlega hvar leiðirnar liggja. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka gát á þessum tíma.
04.06.2020
Fréttir