Bók að gjöf fyrir eldri borgara Eyjafjarðarsveitar
Á morgun fá eldriborgarar bók að gjöf frá Eyjafjarðarsveit og verður eintaki dreift á öll heimili þar sem 67 ára eða eldri búa. Bókin, Hreyfing 60+, er skrifuð af íþróttafræðingnum Fannari Karvel og er gjöfinni ætlað að stuðla að góðri hreyfingu og lýðheilsu fyrir hópinn. Það er Lýðheilsunefnd Eyjafjarðarsveitar sem stendur að þessu flotta framtaki.
06.04.2020
Fréttir