Fréttayfirlit

Bók að gjöf fyrir eldri borgara Eyjafjarðarsveitar

Á morgun fá eldriborgarar bók að gjöf frá Eyjafjarðarsveit og verður eintaki dreift á öll heimili þar sem 67 ára eða eldri búa. Bókin, Hreyfing 60+, er skrifuð af íþróttafræðingnum Fannari Karvel og er gjöfinni ætlað að stuðla að góðri hreyfingu og lýðheilsu fyrir hópinn. Það er Lýðheilsunefnd Eyjafjarðarsveitar sem stendur að þessu flotta framtaki.
06.04.2020
Fréttir

Yfirlýsing frá Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. Ljóst er að heilbrigðiskerfi landsmanna má ekki við meira álagi og koma þarf í veg fyrir aukna hættu á smitum og slysum með öllum tiltækum ráðum á þessum krefjandi tímum.
03.04.2020
Fréttir

Til umhugsunar fyrir páskafríið

Nú þegar páskafrí skólanna ganga í garð er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga varðandi afþreyingu, samkomur og fjarlægðir.
03.04.2020
Fréttir

Skilafrestur auglýsinga fyrir auglýsingablaðið 7. apríl 2020

Skilafrestur auglýsinga fyrir næsta auglýsingablað verður fyrir kl. 10:00 mánudaginn 6. apríl. Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Blaðinu verður dreift um sveitina þriðjudaginn 7. apríl.
02.04.2020
Fréttir

Þakkir fyrir snjóátak þann fyrsta apríl

Óljóst er á þessari stundu hvort einhverjir hafi fallið fyrir fyrsta apríl gabbi sveitarfélagsins en við sendum þó kærar þakkir til þeirra fjölmörgu aðila sem eflaust tóku þátt í að draga úr hæð snjóskafla sinna.
02.04.2020
Fréttir

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
01.04.2020
Fréttir

Eftir sumardaginn fyrsta mega skaflar ekki vera hærri en 1,0 m (Uppfært 2. apríl: Aprílgabb)

Skipulags- og byggingarfulltrúi minnir á að sumardagurinn fyrsti sé fimmtudaginn 23. apríl og boðar að þeir bændur sem á landi sínu láti snjó standa í sköflum 1,0 m háum eða meira eftir þann tíma muni sæta sektum.
01.04.2020
Fréttir