Fréttayfirlit

Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Smámunasafn Sverris Hermannssonar Lokað verður fimmtudaginn 7. september. Opið verður á föstudaginn 8. september milli kl. 13:00-17:00. Dagana 9.-16. september verður opið milli kl. 11:00-17:00. Síðasti opnunardagur haustsins verður laugardagurinn 16. september, nánar auglýst síðar.
05.09.2017

Sveitarstjórn - hátíðarfundur

500. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður sérstakur hátíðarfundur. Hann verður haldinn undir bláum himni á væntanlegu vegstæði nýs göngu- og hjólastígs. Á dagskrá fundarins er eitt mál, nr. 1101011, hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar. Nánar tilgreint verður fundurinn laugardaginn 2. september kl. 10:30 árdegis norðan við Hrafnagilshverfi.
01.09.2017