Fréttayfirlit

Rafmagnstruflanir gætu orðið aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst

Rafmagnstruflanir gætu orðið í Eyjafirði og Fnjóskadal að Ljósvatnsskarði í nótt, aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst vegna vinnu við háspennukerfi. Sjá meðfylgjandi mynd. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
10.08.2016

Veiðidagar landeigenda

Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár hefur ákveðið að landeigendur og börn þeirra get veitt fyrir sínu landi tvo daga, það er 11. ágúst og 15. september. Um veiðreglur vísar veiðifélagið á vefslóðina www.eyjafjardara.is
08.08.2016

Kvöldvaka föstudagskvöldið 5. ágúst 2016

Kvöldvaka Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar verður föstudagskvöldið 5. ágúst kl. 19:30-23:00. Miðaverð 4.200 kr. fullorðnir og 2.300 kr. börn.
05.08.2016

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit

Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00 og sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00 Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi. Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana. Forsala aðgöngumiða á kvöldvökuna verður í veitingasölunni fimmtudag og föstudag.
04.08.2016

Forsetinn gestur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid munu verða gestir Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar á Hrafnagili föstudaginn 5. ágúst. Hátíðin verður sett á morgun fimmtudag klukkan 12.00 en forsetahjónin verða gestir hátíðarinnar upp úr hádegi á föstudag.
03.08.2016