Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Opnir fundir verða haldnir til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.
Á annað hundrað umsóknir bárust Handverkshátíð og hefur þeim nú öllum verið svarað.
Tæplega 100 aðilar taka þátt í ár og enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi hátíð. Aldrei fyrr hafa svo margir nýir sýnendur verið meðal umsækjenda.