Ferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit er metnaðarfull og aðilum innan hennar hefur fjölgað síðastliðin ár.
Gistiheimilið Ytra-Laugaland, sem er í eigu Vilborgar Þórðardóttur, hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu innan greinarinnar. Þar má nefna viðurkenningu frá Ferðaþjónustu bænda þar sem Ytra-Laugaland var valinn einn af þremur framúrskarandi ferðaþjónustubæjum árið 2013. Einnig fékk gistiheimilið einkunnina 9,1 á vefsíðunni www.booking.com sem byggir á umsögnum gesta Vilborgar sem bókuðu í gegnum vefsíðuna. Ber sú einkunn vott um framúrskarandi þjónustu.