Fréttayfirlit

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra. Opið alla daga frá kl. 12:00 – 20:00. Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
03.07.2014

Skólaakstur / Hópakstur framhaldsskólanema

Sveitarstjórn hefur áform um að koma á hópakstri fyrir framhaldsskólanema. Til að geta skipulagt slíkan hópakstur er mikilvægt að fá upplýsingar um þá aðila sem vilja nýta sér þessar ferðir. Erindi þetta er sent á öll heimili og er sérstaklega höfðað til einstaklinga sem eru á framhaldsskólaaldri þ.e. fæddir 1993-1999. Óskað er eftir að þeir einstaklingar sem hyggjast nýta sér þessar ferðir láti vita á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 7. júlí. Ef aðrir en framhaldsskólanemar hafa áhuga á að nýta sér þessar ferðir væri mjög gott að fá upplýsingar um það.
02.07.2014