Eyjafjarðarsveit skiptir um viðskiptabanka
„Í framhaldi af bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá 22. mars 2011, hefur farið fram könnun á þjónustugjöldum viðskiptabanka og sparisjóða á Akureyri og nágrenni. Auk þess hefur verið fundað með núverandi viðskiptabanka Eyjafjarðarsveitar, Arion banka.
Með hliðsjón af þessari vinnu og niðurstöðu hennar samþykkir sveitarstjórn að ganga til samninga við BYR sparisjóð um bankaviðskipti sveitarfélagsins og er sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að ganga frá samningi þar um.
Aftur vill sveitarstjórn þakka starfsmönnum Arion banka á Akureyri fyrir gott samstarf og samskipti til margra ára en sú staða sem uppi er nú varðandi launaþróun og stefnu bankans er að mati sveitastjórnar óásættanleg og er það yfirstjórnar bankans að taka á því máli.