Þjóðlendukröfur
Fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hefur nú afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um
þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (syðri hluti) „sbr. 10. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda,
þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998“ eins og segir í tilkynningu frá óbyggðanefnd dags. 26. mars 2008. Um er að ræða hluta af
kröfusvæði 7 sem hefur verið skipti í norður- og suðurhluta. Svæðið sem nú er tekið til meðferðar „afmarkast í
megindráttum af Fnjóská í austri, að norðan af Hörgá og Öxnadal og Öxnadalsheiði í Eyjafirði, og Norðurárdal og
Norðurá í Skagafirði, en vestan þess af norðurmörkum svokallaðrar Eyvindarstaðaheiði og Blöndu,“ sbr. kröfulýsinguna.
Sjá yfirlitsmynd
Sjá yfirlitsmynd
03.04.2008