Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari heldur tónleika í
Tónlistarhúsinu Laugarborg sunnudaginn 26. október kl. 15.00. Efnisskrá: Oliver Messiaen / Tuttugu tillit til Jesúbarnsins
Tilefni tónleikanna er aldarafmælis tónskáldsins og hálfrar aldar afmæli píanóleikarans.
Tilefni tónleikanna er aldarafmælis tónskáldsins og hálfrar aldar afmæli píanóleikarans.
Anna Guðný Guðmundsdóttir fæddist 6. september 1958 í Reykjavík. Tónlistarmenntun hlaut hún í
Barnamúsíkskólanum, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Guildhall School of Music í London. Hún kenndi við
Tónlistarskólann í Reykjavík 1984-2001 og síðan við nýstofnaða tónlistardeild Listaháskólans 2001-2005, en það
haust var hún ráðin píanóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Anna Guðný hefur áður leikið þessi verk Messiaens:
Svartþröstinn f. flautu og píanó; Þrjú sönglög f. sópran og píanó; Kvartett um endalok tímans; Frá gljúfrunum til stjarnanna með Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Paul Zukofsky 1989; Turangalila sinfóníuna með Sinfóníuhljómsveit Æskunnar undir stjórn PZ 1991 og Þrjár litlar litúrgíur með Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn PZ 2004.
"Vingt Regards sur l´Enfant-Jésus var skrifað árið 1944. Það er tileinkað Yvonne Loriod, sem síðar varð eiginkona Messiaens, og hún frumflutti verkið 26. mars 1945. Tillitin áttu upphaflega að vera tólf, en verkið þandist út fyrir þann ramma sem því var upphaflega ætlaður. Frekar en að líta á klukkuna hefur Messiaen e.t.v. litið upp til fugla himinsins og hugsað sem svo að þar sem mannsævin er ekki nema andrá í eilífðinni þurfi varla að hafa áhyggjur af nokkrum mínútum.
Eftir glímuna við þetta verk er aðdáun og þakklæti mér efst í huga. Þegar nóturnar hætta að vera bara nótur og tónlistin byrjar að taka á sig form og liti, opnast heimur sem virðist svo einfaldur, allt að því barnslegur. Eftir allt erfiðið kemur það næstum því á óvart hvað skilaboðin eru tær. Hið guðlega í manninum fær svörun í tónlist Messiaens.
Stórhuga kvenskörungar á Tónlistardeild Ríkisútvarpsins eiga frumkvæðið að því að minnast aldarafmælis eins merkasta tónskálds 20. aldarinnar. Það er mér heiður að hafa átt hlutdeild í því. “Vingt Regards sur l´Enfant-Jésus” eftir Olivier Messiaen var hljóðritað af RÚV í Langholtskirkju nú í ágústmánuði. AGG"
Anna Guðný hefur áður leikið þessi verk Messiaens:
Svartþröstinn f. flautu og píanó; Þrjú sönglög f. sópran og píanó; Kvartett um endalok tímans; Frá gljúfrunum til stjarnanna með Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Paul Zukofsky 1989; Turangalila sinfóníuna með Sinfóníuhljómsveit Æskunnar undir stjórn PZ 1991 og Þrjár litlar litúrgíur með Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn PZ 2004.
"Vingt Regards sur l´Enfant-Jésus var skrifað árið 1944. Það er tileinkað Yvonne Loriod, sem síðar varð eiginkona Messiaens, og hún frumflutti verkið 26. mars 1945. Tillitin áttu upphaflega að vera tólf, en verkið þandist út fyrir þann ramma sem því var upphaflega ætlaður. Frekar en að líta á klukkuna hefur Messiaen e.t.v. litið upp til fugla himinsins og hugsað sem svo að þar sem mannsævin er ekki nema andrá í eilífðinni þurfi varla að hafa áhyggjur af nokkrum mínútum.
Eftir glímuna við þetta verk er aðdáun og þakklæti mér efst í huga. Þegar nóturnar hætta að vera bara nótur og tónlistin byrjar að taka á sig form og liti, opnast heimur sem virðist svo einfaldur, allt að því barnslegur. Eftir allt erfiðið kemur það næstum því á óvart hvað skilaboðin eru tær. Hið guðlega í manninum fær svörun í tónlist Messiaens.
Stórhuga kvenskörungar á Tónlistardeild Ríkisútvarpsins eiga frumkvæðið að því að minnast aldarafmælis eins merkasta tónskálds 20. aldarinnar. Það er mér heiður að hafa átt hlutdeild í því. “Vingt Regards sur l´Enfant-Jésus” eftir Olivier Messiaen var hljóðritað af RÚV í Langholtskirkju nú í ágústmánuði. AGG"