Aftakaveður er í kortunum og hafa almannavarnir gefið út viðvörun fyrir morgundaginn. Af spánni að dæma og samtali við Vegagerðina er útlit fyrir að ófært verði í sveitarfélaginu og víðar fram eftir degi og mun því allt skólahald liggja niðri á morgun. Þá verður sundlaugin lokuð í fyrramálið en stefnt er að því að opna hana klukkan 14 ef veður og færð leifa og verður nánar tilkynnt um það á morgun.
Æskilegt er að halda kyrru fyrir þar til veðri slotar á morgun og moksturstæki hafa lokið við að opna fyrir umferð.