Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir "Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar.
Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við
Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar
á fasteignagjöldum á álagningarseðli.
Upplýsingar um gjaldskrá og afsláttarreglur er hægt að nálgast á hér á heimasíðunni undir gjaldskrár.