Ærslabelgur kominn í Hrafnagilshverfi

Fréttir
Ærslabelgir í Hrafnagilshverfi
Ærslabelgir í Hrafnagilshverfi

Í dag var vígður nýr ærslabelgur í Hrafnagilshverfi þar sem ungviðurinn getur komið saman að leik. Er þetta liður í Heilsueflandi sveitarfélagi og styður jafnt við íbúa sem og ferðalanga enda staðsett skemmtilega í návígi skóla og tjaldsvæðis.

Ærslabelgurinn er við sparkvöllinn austan íþróttahúss og er í gangi milli klukkan 10-22.