Fram að jólum verður aðventustemning og rómantík um alla Eyjafjarðarsveit.
Sunnudagurinn 7.desember verður viðburðaríkur þar sem hægt verður að keyra vítt og breitt um sveitina og njóta alls þess sem er í boði.
- Vörukynning hjá Gallerýinu í sveitinni sem staðsett er í Teigi, opið kl. 14-20
- Jólagarðurinn opinn 14-22 alla daga til jóla
- Jólakaffihlaðborð í Vín kl. 13-19
- Jólamarkaður í Laugarborg kl. 13-17
- Sala hefst á Jólaísnum í Holtsseli og þar verður opnun á ljósmyndasýningu, opið kl. 13-17
- Leikfangasmiðjan Stubbur – George Hollanders opnar vinnustofu sína fyrir gestum milli kl. 13-19
- Laufabrauðsskurður á Öngulsstöðum kl. 13-17. Nú getur fjölskyldan og vinir komið saman og skorið laufabrauð hjá Hrefnu á Öngulsstöðum. Skráning fer fram í síma 863-1515 og á hrefna@ongulsstadir.is
Minnum á :
Ómótstæðileg jólahlaðborð á Önglusstöðum og
Leifsstöðum.
Gamla Garðyrkustöðin opnar 6.desember,
jólatré og jólastjörnur.
Sundlaugin er mikið opin
í kringum jól og áramót.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Akureyrarstofu og Mývatnssveit.