Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar boðar til almenns kynningarfundar um skipulagsdrögin i matsal Hrafnagilsskóla að Skólatröð 9 (þar sem skrifstofur Eyjafjarðarsveitar eru) næstkomandi þriðjudagskvöld, 28. nóvember kl. 20:15. Þar verða fyrirliggjandi drög kynnt. Fundurinn er öllum opinn.
Íbúum og öðrum hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir á þessu stigi skipulagsvinnunnar. Frestur til þess rennur út 12. desember 2017 og skal skilað skriflega á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða með tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is með efnislínu (e. subject) Aðalskipulag. Gögn verða aðgengileg á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, esveit.is, frá 24. nóvember.
Endanleg aðalskipulagstillaga verður kynnt síðar og verður það auglýst sérstaklega.
F.h. sveitarstjórnar
Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.