Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 19. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi Kaupangs á Bíldsárskarði. Breytingin felst í að efnistökusvæði með 30.000 rúmmetra efnistökuheimild er fært inn á skipulag. Efnistökusvæðið verður notað við byggingu Hólasandslínu 3. Gerð er grein fyrir efnistökusvæðinu í umhverfismati vegna framkvæmdarinnar, sjá samþykkta matsskýrslu dags. 19. september 2019.
Skipulagsbreytingin nær til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er gerð grein fyrir umhverfisáhrifum efnistökunnar í skipulagstillögunni.
Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 6. júlí og 17. ágúst 2020 og er einnig aðgengileg hér að neðan. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 17. ágúst 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.
Skipulagstillaga: Breyting á aðalskipulagi Bíldsárskarð - efnistaka
Skipulags- og byggingarfulltrúi