Velferðar- og menningarnefnd

14. fundur 04. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:20 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Arnbjörg Jóhannsdóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Halldór Örn Árnason
  • Margrét Árnadóttir
  • Sunna Axelsdóttir
  • Óðinn Ásgeirsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir
 
Dagskrá:
 
14. Fundargerðir öldungaráðs - 2406000
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028 - 2409021
Karl Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar kynnir væntanlegar breytingar á lögum um frístundastarf barna og unglinga og þarfagreiningu vegna málefnisins á Norðurlandi, ásamt hugmyndum um framtíðarstarf í frístundastarfi í Eyjafjarðarsveit. Nefndin tekur vel í hugmyndir um málefnið og lýsir yfir ánægju með að umfjöllunin liggi tímanlega fyrir. Nefndin þakkar Karli fyrir ítarlega kynningu.
 
Þá var kynnt minnisblað frá skrifstofu- og fjármálastjóra Eyjafjarðarsveitar um aukið fjármagn vegna félagsmiðstöðvar frá haustinu 2025. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar skv. framangreindu minnisblaði sem liggur fyrir og að gert verði ráð fyrir umræddu fjármagni við gerð fjárhagsáætlunar.
 
Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir ramma fjárhagsáætlunar.
Samþykkt
 
2. Jafnréttisáætlun 2023-2026 - 2208030
Lögð eru fyrir nefndina drög af nýrri jafnréttisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit.
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Samþykkt
 
3. Jafnlaunakerfi Eyjafjarðarsveitar 2024 - 2408006
Niðurstaða launagreiningar kynnt fyrir nefndarfólki.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
4. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning - 2401006
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
Samþykkt
 
5. Ósk um endurnýjun samnings við UMSE - 2408011
Velferðar- og menningarnefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
6. Gistirými fyrir mótshald - 2410003
Velferðar- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndir forstöðumanns íþróttamiðstöðvar um að húsnæði Hrafnagilsskóla eða Laugarborgar séu notuð sem gistimöguleikar fyrir aðkomulið í tengslum við íþróttamót á vegum Umf. Samherja, sé það gert í fullri sátt við skólastjórnendur sem og forstöðumann eignasjóðs og jafnframt ef öryggismál bygginga bjóði upp á það. Nefndin leggur til að gerð verði drög af reglum sem verða lögð fyrir nefndina til samþykktar.
 
8. Aðalsteinn Þórsson - Umsókn um styrk til menningarmála 2024 - 2405023
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
9. Hljómsveitin Færibandið - Umsókn um styrk - 2409005
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
10. Helgi og Hljóðfæraleikararnir - Umsókn um styrk til menningarmála - 2410024
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
11. GDFC - Ósk um styrk fyrir þýðingu á Ljósvetninga sögu yfir á frönsku - 2410033
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
12. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025 - 2410032
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
13. Okkar heimur góðgerðarsamtök - Beiðni um styrk fyrir fjölskyldusmiðjur á Akureyri - 2410008
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
15. Jafnréttisstofa - Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla - 2406028
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
 
7. Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 - 2310024
Umfjöllun um málið er frestað til næsta fundar.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20
Getum við bætt efni síðunnar?