Halldór Örn Árnason F-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.
Dagskrá:
1. Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - 2405033
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar um helgar yfir vetrartímann, verði færður fram um klukkustund. Nýr opnunartími yrði þá frá kl. 9:00-18:00.
Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
2. UMF Samherjar - fjöldi tíma í íþróttahúsi - 2406016
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting verði gerð á 4. gr. samnings við Ungmennafélagið Samherja á þá leið að félagið fái 15 klukkustundir gjaldfrjálsar á tímatöflu í stað 10 tíma. Lagt er til að skilyrði þess að tímarnir verði gjaldfrjálsir verði háð því að tímarnir nýtist börnum og/eða unglingum að einhverju leyti.
Með vísan til bókunar um lið 1 á fundi þessum, er jafnframt lagt til að gjaldfrjáls tími UMF Samherja um helgar, skv. 4. gr. sama samnings, verði frá kl. 9-13.
Nefndin leggur einnig til að breyting verði gerð á 4. gr. sama samnings um að UMF Samherjar greiði ekki leigu fyrir notkun á íþróttasal undir íþróttamót.
Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40