Velferðar- og menningarnefnd

12. fundur 27. maí 2024 kl. 17:00 - 19:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Sunna Axelsdóttir
  • Óðinn Ásgeirsson
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir ritari
Dagskrá:
 
1. UMF Samherjar - Sumarnámskeið og árskort - 2404042
Sara María Davíðsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Svanhildur Ósk Ketilsdóttir mættu til fundar fyrir hönd UMF Samherjar ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Karli Jónssyni.
 
1. Tímar í íþróttahúsi. Stjórn Umf. Samherja óskar eftir fjölgun gjaldfrjálsra tíma í forgangi í tímatöflu Íþróttamiðstöðvar fyrir félagið. Þá óskar stjórn félagsins eftir því að taka upp ákvæði í samningi um leigu fyrir notkun á íþróttasal við mótahald. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjóri vinni málið áfram miðað við umræður á fundinum og skoði m.a. nýtingu á opnunartíma Íþróttamiðstöðvarinnar um helgar.
 
2. Umræða um árskort Umf. Samherja og Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. Nefndin ræddi hugmynd stjórnar Umf. Samherja. Sveitarstjóri og forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar taka að sér að setja upp sviðsmyndir í samstarfi við stjórn Samherja.
 
3. Sumarstarf fyrir grunnskólabörn. Eftir umræður á fundinum óskar nefndin eftir því við sveitarstjóra að haft verði samband við sveitarfélagið Húnaþing vestra eftir sumarið 2024, í því skyni að fá upplýsingar um gengi sams konar verkefnis á þeirra vegum sem hefst í sumar. Eftir það verði málið tekið upp á ný og framhaldið rætt. Einnig að kannaður verði áhugi foreldra á sumarnámskeiðum fyrir börn í Eyjafjarðarsveit.
 
Málinu frestað.
 
2. Þjóðann Baltasar Guðmundsson - Styrkumsókn vegna sumarskóla - 2405006
Nefndin samþykkir að styrkja umsækjanda um kostnað við leigu á Laugarborg fyrir tónleikana.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Getum við bætt efni síðunnar?