Dagskrá:
1. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra - 2210013
Drög að samningi við Akureyrarbæ um málefni fatlaðar lögð fram til umsagnar fyrir velferðar- og menningarnefnd.
Umræður um samninginn fóru fram á fundinum og fór sveitarstjóri yfir samninginn og þá vinnu sem liggur að baki honum. Nefndin gerir engar efnislegar athugasemdir við samninginn.
Samþykkt
2. UMF Samherjar - Sumarnámskeið og árskort - 2404042
Lögð eru fyrir nefndina erindi frá U.M.F Samherjar um 1) aukinn tímafjölda í íþróttamiðstöðinni, 2) árskort í samvinnu við íþróttamiðstöðina og 3) Ævintýraskólann 2025 sem er sumarstarf fyrir yngstu grunnskólabörnin.
Nefndin fagnar þeirri virkni sem er í starfi Ungmennafélagsins Samherja.
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjóra að hann boði stjórn Samherja til næsta fundar nefndarinnar ásamt forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar, þann 27. maí 2024. Stjórnin leggi þá skilgreindar hugmyndir um erindi sín fyrir nefndina, eftir atvikum og sérstaklega hvað varðar erindi 1 og 2, í samráði við forstöðumann og hefji umræður við nefndina.
Frestað
3. Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri - 2404004
Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að styrkja verkefnið samkvæmt fyrirliggjandi beiðni um kr. 400.000. Ekki er tekin afstaða til frekari stuðnings.
Samþykkt
4. Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk til menningarmála - 2402005
Afgreiðslu erindis frestað í ljósi fyrri niðurstöðu nefndar frá 2. nóvember 2023.
Frestað
5. Guðrún H Bjarnadóttir - Umsókn um styrk til menningarmála - 2405005
Velferðar- og menningarnefnd leggur til að styrkumsókn Guðrúnar H. Bjarnadóttur að fjárhæð kr. 150.000 verði samþykkt.
Samþykkt
6. Freyvangsleikhúsið - Samningur um afnot af Freyvangi - 2403004
Undirritaður samningur við Freyvangsleikhúsið lagður fram til kynningar fyrir velferðarnefnd- og menningarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50