Velferðar- og menningarnefnd

9. fundur 02. nóvember 2023 kl. 20:00 - 22:16 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Halldór Örn Árnason
  • Margrét Árnadóttir
  • Sunna Axelsdóttir
  • Óðinn Ásgeirsson
  • Arnbjörg Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sunna Axelsdóttir ritari
Formaður leitaði heimildar til þess að taka á dagskrá þennan lið, umsókn Brynjólfs Brynjólfssonar um styrk úr Menningarsjóði, mál 2304032. Var það samþykkt samhljóða og verður mál nr. 7 á dagskrá fundarins.
Dagskrá:
 
1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012
Drög að fjárhagsáætlun tekin til umfjöllunar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög vegna félags- og menningarmála. Afgreiðslu frestað hvað varðar íþróttamál.
 
2. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn - 2309037
Nefndin samþykkir styrkbeiðni Aflsins, styrkfjárhæð kr. 200.000.
 
3. Styrkir til menningarmála 2022 - 2208029
Umfjöllun um úthlutunarreglur frestað til næsta fundar.
 
4. Huldustígur - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 - 2310018
Styrkbeiðni Bryndísar Fjólu Pétursdóttur vegna Huldustígs er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
 
5. Sólveig Bennýjar. Haraldsdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 - 2310023
Styrkbeiðni Sólveigar Bennýjar - Haraldsdóttur er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
 
6. Hrund Hlöðversdóttir - Umsókn um styrk til menningarmála 2023 - 2310024
Nefndin samþykkir beiðni Hrundar Hlöðversdóttur um styrk að fjárhæð kr. 370.000 vegna Söguloka - hátíðar í Laugarborg vorið 2024. Nefndin óskar eftir því að styrkþegi skili skýrslu um verkefnið til nefndarinnar þegar því er lokið.
 
7. Brynjólfur Brynjólfsson - Umsókn um styrk - 2304032
Nefndin samþykkir beiðni Brynjólfs Brynjólfssonar um styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna upptöku og útgáfu á frumsaminni tónlist og útgáfutónleika. Nefndin óskar eftir því að styrkþegi skili skýrslu um verkefnið til nefndarinnar þegar því er lokið.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:16
Getum við bætt efni síðunnar?