Dagskrá:
1. Öldungaráð - 2202017
Sveitarstjórn vísaði drögum að erindisbréfi fyrir öldungaráð til umsagnar hjá nefndinni.
Nefndin ræðir drög að erindisbréfi og leggur til ákveðnar breytingar við sveitarstjórn. Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að um kaup og kjör fari til jafns við Ungmennaráð.
2. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri LMA - Styrkbeiðni 2023 - 2306029
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sækist eftir styrk til uppsetningar á leikriti eða söngleik á komandi vetri.
Styrkbeiðni Leikfélags Menntaskólans á Akureyri er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
3. ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023 - 2308007
ADHD samtökin óska eftir styrk til þess að efla fræðslu á málefninu eða aukna þekkingu starfmanna sveitarfélagsins sem vinna með ADHD einstaklinga.
Nefndin þakkar innsent erindi en hafnar styrkumsókn þar sem hún fellur ekki að úthlutunarreglum nefndarinnar. Nefndin leggur þó til við sveitarstjórn að ADHD samtökin verði fengin til að vera með opna fræðslu/námskeið í samstarfi við skóla og félagasamtök í sveitarfélaginu til að efla vitund almennings á málinu.
4. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024 - 2309001
Fyrir fundinum lá beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta fyrir starfsárið 2023.
Velferðar- og menningarnefnd samþykkir að hafna styrkumsókninni þar sem nefndin styrkir systursamtök Stígamóta, Aflið á Akureyri.
5. Jafnréttisáætlun 2023-2026 - 2208030
Sveitarfélögum ber að yfirfara og setja sér nýja jafnréttisáætlun innan árs frá kosningum.
Sveitarstjóri kynnti jafnlaunakerfi sveitarfélagsins ásamt jafnréttisáætlun. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að yfirfara jafnréttisáætlun og er óskað eftir aðstoð sveitarstjóra við yfirferð hennar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:35