Dagskrá:
1. Rekstur íþróttamiðstöðvar - 2208028
Rekstur íþróttamiðstöðvar tekinn til umræðu hjá nefndinni.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar situr fundinn undir þessum lið.
Rætt um opnunartíma Íþróttamiðstöðvar og hvernig fyrirkomulagið er auglýst. Nefndin leggur til að opnunartími verði ávallt auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins sem og í auglýsingablaði sveitarfélagsins og einnig deilt á samfélagsmiðla í framhaldinu. Einnig rætt um að samræma samfélagsmiðla Íþróttamiðstöðvarinnar. Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra og forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar verði falið að vinna málið áfram.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar ræddi um opnunartíma og að þeir verði endurskoðaðir við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Umræðu er frestað til næsta fundar, en þá verða lögð fram gögn.
Þá var rætt um einstaka mál sem getið er í ítarbókun fundarins. Velferðar- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra og forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar verði falið málið til frekari meðferðar.
2. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Íþróttavika Evrópu 2022 - 2209002
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar situr fundinn undir þessum lið. Gögn um Íþróttaviku Evrópu 23.-30. september lögð fram til kynningar. Rætt um skipulag sem forstöðumaður vinnur nú að því að setja upp.
3. 1. des hátíð 2022 - 2208027
Nefndarmenn ræða fyrirkomulag fullveldishátíðar ársins 2022.
Berglind Kristinsdóttir kynnir umsókn Þjóðháttafélagsins Handraðans um að taka þátt í skipulagningu fullveldishátíðar þann 1. desember. Ekki bárust fleiri umsóknir eftir auglýsingu frá nefndinni.
Berglind Kristinsdóttir víkur af fundi undir ákvarðanatöku. Velferðar- og menningarnefnd samþykkir umsókn Þjóðháttafélagsins Handraðans um skipulagningu viðburðarins. Gert er ráð fyrir að dagskrá verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar. Rósa Margrét Húnadóttir verður tengiliður nefndarinnar við félagið.
4. Eyvindur 2022 - 2208026
Nefndin skipar í ritnefnd Eyvindar.
Formaður kynnir gang mála varðandi undirbúning skipunar ritnefndar Eyvindar. Fyrir hönd nefndarinnar verður formaður í ritnefnd, ásamt Benjamín Baldurssyni, Snæfríð Egilson og Arnbjörgu Jóhannsdóttur. Leitað verður til fleiri aðila um formlega nefndarsetu.
5. Styrkir til menningarmála 2022 - 2208029
Nefndarmenn fara yfir fyrirkomulag og úthlutunar og auglýsinga á styrkjum til menningarmála.
Reglur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar lagðar fram til kynningar. Nefndin felur formanni að auglýsa eftir umsóknum skv. 7. gr. reglnanna.
6. Gjaldskrá um akstursþjónustu - 2209016
Reglur og minnisblað um akstursþjónustu lögð fram til kynningar. Umræðu frestað til næsta fundar.
8. Bjartur lífsstíll - 2209015
Formaður kynnir umrætt verkefni á vegum ÍSÍ og Landssambands eldri borgara. Fyrirhugaður er fundur í sveitarfélaginu í lok mánaðar um verkefnið. Berglind, Sigurður og Jónas verða fulltrúar nefndarinnar á þeim fundi.
7. Velferðar- og menningarnefnd - samstarfssamningar - 2208020
Nefndarmenn kynna sér helstu samstarfssamninga og aðra samninga sem sveitarfélagið á við sveitarfélög og aðra aðila er snúa að velferð íbúa.
Ýmsir samstarfssamningar sveitarfélagsins lagðir fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25