Sveitarstjórn

393. fundur 28. október 2010 kl. 09:20 - 09:20 Eldri-fundur

393 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 26. október 2010 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Kristín Kolbeinsdóttir, Karel Rafnsson, Bryndís þórhallsdóttir, Jón Stefánsson, Elmar Sigurgeirsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Stefán árnason


Dagskrá:


1.  1010002F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 99
Fundargerð 99. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
 
 1.1. 0901023 - Megináherslur í úrgangsmálum
  Gefur ekki tilefni til ályktana.


2.  1010003F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 100
Fundargerð 100. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 2.1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.2. 1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 2.3. 0901023 - Megináherslur í úrgangsmálum
  Gefur ekki tilefni til ályktana.


3.  1010004F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 188
Fundargerð 188. fundar skólanefndar  tekin til afgreiðslu   eins og einstök mál bera með sér.

 3.1. 1010004 - Skólastefna sveitarfélagsins
  Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
 
 3.2. 1010006 - Ráðstefna um menntamál 1. okt. 2010
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.3. 1010007 - Opinn borgarafundur um eineltismál 6. okt. 2010
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.4. 1010005 - Reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.5. 1010008 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2010-2011
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 3.6. 1010009 - Gjaldskrá Hrafnagilsskóla 2010-2011
  Agreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
 3.7. 1010010 - Samstarf skóla og tómstunda
  Gefur ekki tilefni til ályktana.


4.  1010005F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 135
Fundargerð 135. fundar menningarmálanefndar  tekin til afgreiðslu   eins og einstök mál bera með sér.

 4.1. 1009024 - Stefnumótun fyrir félagsheimilin
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 4.2. 1009023 - Stefnumótun fyrir Smámunasafn
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 4.3. 1004021 - Flygillinn í Laugarborg og flutningur í Menningarhúsið Hof
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


5.  1010007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 147
Fundargerð 147. fundar skipulagsnefndar  tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 5.1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku
  Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
 
 5.2. 1009028 - Fyrirhuguð breytt landnotkun Grísarár
  Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
 
 5.3. 1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
 5.4. 1010011 - Höskuldsstaðir stækkun á íbúðarhúsareit á aðalskipulagi
  Skipulagsnefnd frestaði erindinu.


6.  1010008F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 101
Fundargerð 101. fundar umhverfisnefndar  tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 6.1. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 
   
7.  1009017F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 138
Fundargerð 137. fundar íþrótta- og tómstundanefndar  tekin til afgreiðslu   eins og einstök mál bera með sér.

 7.1. 1009029 - ósk um styrk til kaupa á æfingaklukku m.a. v/sundæfinga Samherja
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
 7.2. 1009017 - ósk um styrk fyrir áframhaldandi íþróttakennslu
  Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
 
   
8.  1010006F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 130
Fundargerð 130. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.

 8.1. 1002011 - Tilfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga - Kynningarfundur og boð um samstarf
  Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
   
9.  1010012 - 779. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

   
10.  1010002 - 777. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
 Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

   
11.  1010003 - 778. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   

12.  1010015 - Fundargerð 216. fundar Eyþings dags. 13.09.2010
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
   

13.  1010016 - Fundargerð 217. fundar Eyþings dags. 8.10.2010
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

   
14.  1004021 - Flygillinn í Laugarborg og flutningur í Menningarhúsið Hof
Fyrir fundinum lá erindi frá Tónvinafélagi Laugarborgar þar sem óskað er eftir stuðningi og þátttöku sveitarfélagsins í kaupum á flygli í Laugarborg.  í erindinu kemur fram að félagið telur sig hafa fundið hentugt hljóðfæri  og er kaupverðið kr. 9.6 millj.  Oddviti lagði fram tillögu um að orðið verði við erindinu og Tónvinafélaginu lánað fyrir 50% af kaupverði eða 4.8 millj..  Erindi tónvinafélagsins var samþykkt með 4 atkvæðum enda liggi fyrir hvernig félagið hyggist fjármagna og endurgreiða lánið.   á móti voru fulltrúar F-listans  J.S. K.R og B.þ.
F-listinn bókar eftirfarandi:
F-listinn hafnar beiðni Tónvinafélagsins og tekur undir afstöðu menningarmálanefndar sem telur ekki tímabært að taka ákvörðun um kaup á hljóðfæri þar sem stefnumótunarvinnu fyrir Laugarborg er ekki lokið.  þá bendir F-listinn á að Tónvinafélagið hefur ekki lagt fyrir sveitarstjórn neina áætlun né gögn um hvernig það ætli að afla þeirra 5 milljóna króna sem sveitarfélagið lánar þeim.  það er skoðun fulltrúa F-listans að afgreiðsla meirihluta sveitarstjórnar á þessu máli sé óábyrg hvað varðar fjármuni sveitarfélagsins.
     

15.  1010014 - Fjárhagsáætlun 2011
Lagt var fram og samþykkt áætlað vinnu-og fundaplan vegna fjárhagsáætlunar 2011.   Gert er ráð fyrir að vinnudagur nefnda vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 verði 13. nóvember.  áætlað er að fyrri umræða um áætlunina í sveitarstjórn verði 23. nóvember og síðari umræða 10. desember.  Einnig lá fyrir fyrir yfirlit  frá forstöðumanni eignasjóðs  um rekstur ársins 2010.     


16.  1010018 - Ritun fundargerða og upplýsingagjöf til íbúa
Karel ræddi um ritun fundargerða og hvort ekki sé hægt að búa til leiðbeiningar fyrir ritara nefnda og halda námskeið fyrir þá.   Einnig var rætt með hvaða hætti væri best að koma upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins.    Sveitarstjóra falið að vinna málið milli funda.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   16:55

Getum við bætt efni síðunnar?