387 . fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 21. maí 2010 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Elín Margrét
Stefánsdóttir, Stefán árnason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Stefán árnason, skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. 1004003F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 70
Fundargerð 70. fundar atvinnumálanendar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
1.1. 1003013 - Upplýsingakort um tjaldstæði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2. 1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Lagt fram til kynningar.
1.3. 1004014 - Umsókn um leiguafnot af eldhúsi gamla Kvennaskólans á Laugalandi
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra um erindið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að
ganga frá samningi við Kristínu Kolbeinsdóttur um leiguafnot af eldhúsi Laugalandsskóla.
1.4. 0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. 1004004F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 135
Fundargerð 135. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
2.1. 0912010 - Kvennahlaup íSí 2010
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2. 1004018 - Hestamannafélagið Funi sækir um styrk vegna barna- og unglingaráðs 2010
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3. 1005002 - Sveinborg K. Daníelsdóttir sækir um styrk vegna keppnisferðar á vegum UMSE til Gautaborgar
Afgreiðsla nefndarinnar er
samþykkt.
2.4. 1005003 - Guðmundur S Daníelsson sækir um styrk vegna keppnisferðar á vegum UMSE til Gautaborgar.
Afgreiðsla nefndarinnar er
samþykkt.
2.5. 1005004 - Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir sækir um styrk vegna keppnisferðar til Gautaborgar
Afgreiðsla nefndarinnar er
samþykkt.
3. 1004006F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 71
Fundargerð 71. fundar atvinnumálanendar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
3.1. 0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2. 1004020 - Plan og skilti vegna Kerlingar
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
4. 1005001F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 135
Fundargerð 135. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
4.1. 1004012 - þverá fasteign ehf sækir um byggingareit fyrir stoðefnageymslu
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
4.2. 0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
4.3. 0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
4.4. 1005005 - Jódísarstaðir - Umsókn um heimild fyrir landskiptum vegna sumarbústaðar neðan
þjóðvegar
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
4.5. 1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
5. 1005002F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 136
Fundargerð 136. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
5.1. 1003007 - Frístundabyggð í landi Staðarhóls
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5.2. 1005006 - Ysta-Gerði Umsókn um leyfi til að byggja gestahús á jörðinni
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins þar sem umsagnir vantaði frá BSE og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Umsögn hefur borist frá
Heilbrigðiseftirlitinu, en ekki þarf umsögn BSE þar sem ekki er gerð sérstök lóð út úr jörðinni. Erindið er því
samþykkt á grundvelli 3. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum.
5.3. 1004012 - þverá fasteign ehf sækir um byggingareit fyrir stoðefnageymslu
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
5.4. 0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5.5. 1005005 - Jódísarstaðir - Umsókn um heimild fyrir landskiptum vegna sumarbústaðar neðan
þjóðvegar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. Jónas vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
5.6. 0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5.7. 1004008 - Aðalskipulag þingeyjarsveitar 2010-2022 - umsögn
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.
6. 1005008 - Fundargerð 212. fundar Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. 1004015 - 125. fundur Heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. 1004016 - Hluthafafundur Flokkunar 25.3.2010
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. 1004002 - 773. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. 1004011 - ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2009
ársreikningur ársins 2009 tekin til síðari umræðu. Reikningurinn samþykktur samhljóða.
11. 1005007 - Eyvindarstaðir - Viðhald Sölvadalsvegar
Sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Vegagerðina um viðhald og endurbætur á Sölvadaglsvegi í samræmi við óskir
bréfritara.
12. 1004021 - Flygillinn í Laugarborg og flutningur í Menningarhúsið Hof
Erindi Tónlistarfélags Akureyrar lagt fram til kynningar. Fyrir fundinum lá einnig minnisblað sveitarstjóra frá fundi með oddvita, formanni
menningarmálanefdar og þórarni Stefánssyni vegna kaupa á nýjum flygli í Laugarborg. það vilji sveitarstjórnar að styðja
Tónvinafélag Laugarborgar til kaupa á flygli með framlagi sem yrði allt að 50% af kaupverði.
13. 1005014 - Lóðarleigusamningur á Melgerðismelum
Fyrir fundinu lá lóðarleigusamningur þar sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar selur Flugklúbbi íslands á leigu landsspildu á
Melgerðismelum. Sveitarstjóri vinni að samningi við Flugklúbbinn í samræmi við umræður á fundinum. Samningur verði lagður fyrir
sveitarstjórn áður en hann verði undirritaður.
14. 1005015 - Hestamannafélagið Funi óskar eftir viðræðum um breytingar á samningi um Melgerðismela
Erindi
frá Hestamannfélaginu Funa þar sem óskað er eftir viðræðum við Eyjafjarðarsveit vegna áframhaldandi uppbyggingu á
Melgerðismelum. ákveðið að Arnar árnason og Karel Rafnsson fari í viðræður við stjórn Funa ásamt sveitarstjóra.
15. 1005010 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins "Bændur græða landið" 2009
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk kr. 40.000.- til verkefnisins "Bændur græða landið".
16. 1005009 - Umsókn um fjárframlag vegna skráningar örnefna á íslandi
Erindinu er frestað.
17. 1002002 - Umsóknir um rekstrarstyrki 2010
Sveitarstjórn hafnar fyrirliggjandi erindum en samþykkir að styrkja Andrés Sverrisson og fjölskylduna á Bringu um kr. 200.000.- Reynir Björgvinsson
vék af fundi við afgreiðslu málsins.
18. 1004017 - Lög til umsagnar þskj. 949-559.mál - Frumvarp til laga um kærunefnd húsamála
Sveitarstjórn
gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
19. 1005001 - Lög til umsagnar þskj. 973-582.mál - Samgönguáætlun 2009-2012
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir verulegum áhyggjum vegna þeirrar samgönguáætlunar sem nú er til umsagnar. í
áætluninni virðist fyrst og fremst lögð áhersla á stór verkefni, sem krefjast stórra verktaka og þá jafnvel erlendra verktaka.
Sveitarstjórn telur að með því að leggja meiri áherslu á smærri verk þá væri verið að tryggja frekar atvinnuöryggi
í landinu. Má í því samhengi benda á endurbætur og viðhald á gömlum malarvegum, eins og mikið er af í Eyjafjarðarsveit.
íbúar sveitarfélagsins hafa beðið óþreyjufullir eftir endurbyggingu Hólavegar sem orðinn er meira en hálfrar aldar gamall en ekkert
bólar á áætlunum um endurbætur. þá beinir sveitarstjórn því til samgönguyfirvalda að verulega skortir á að
nægilegu fjármagni sé veitt til viðhalds á malarvegum. úreltar brýr og illa farnar hefta orðið nútíma búskaparhætti
í sveitarfélaginu.
20. 1005012 - Lög til umsagnar þskj. 947-557. mál. Frumvarp til laga um breytingar á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með
síðari breytingum.
Samþykkt að óska eftir umsögn Barnaverndarnefdar Eyjafjarðar um frumvarpið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45