Sveitarstjórn

201. fundur 07. desember 2006 kl. 00:33 - 00:33 Eldri-fundur

201. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 19. mars 2002, kl. 16:30

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valdimar Gunnarsson, Arnbjörg Jóhannsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir, Jón Jónsson, Dýrleif Jónsdóttir og Sigurður Eiríksson.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð skipulagsnefndar frá 15. mars 2002. Var það samþykkt og verður 14. liður dagskrár.

 

 

1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 3ja ára áætlun fyrir árin 2003 - 2005, sbr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga
Fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir hækkun á handbæru fé í samstæðureikningi úr kr. 42.844.000 árið 2003 í kr. 80.326.000.- árið 2005.
áætlunin var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði S.E. með þeirri breytingu að á árinu 2004 verði varið kr. 10.000.000.- til framkvæmda við sundlaug og kr. 30.000.000.- á árinu 2005. Jafnframt verði hraðað vinnu við hönnun og kostnaðarmat við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugina.

 

2. Erindi Ferðalausna ehf. dags. 14. mars 2002
Fyrirspurn um húsnæði fyrir starfsemi félagsins, en það rekur upplýsingavef fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir 3 starfsmenn.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna frekar þá möguleika sem eru í stöðunni.

 

3. Erindi Steinunnar E. þorsteinsdóttur, dags. 19. feb. 2002, þar sem spurst er fyrir um skólaakstur fyrir framhaldsskólanema
Sveitarstjóra falið að kanna hver þörfin er og möguleikana á að bjóða upp á slíkan akstur.

 

4. Bréf landbúnaðarráðuneytisins dags. 12. mars 2002, þar sem kynnt eru áform ráðuneytisins um ráðstöfun Saurbæjarjarðarinnar
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna hjá Landbúnaðarráðuneytinu hvaða áform ráðuneytið hefur um ráðstöfun afréttar.

 

5. Samningur um kaup á hlut í Ferðalausnum ehf.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning.

 

6. Fundargerð stjórnar Eyþings 128. fundur, 20. feb. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Fundargerð frá sameiginlegum fundi stjórnar Eyþings og héraðsráðum Eyjafjarðar og þingeyjarsýslna, 20. feb. 2002
Lögð fram til kynningar.

 

8. Fundargerð handverkssýningarstjórnar, 1. fundur 2002, 28. feb. 2002.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

9. Fundargerð skólanefndar, 116. fundur, 7. mars 2002
Fundargerðin lögð fram til kynningar og afgreiðslu frestað.
Sveitarstjóra falið afla frekari upplýsinga um liði 2a og 3a.

 

10. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar, 1. fundur, 19. feb. 2002 .
Fundargerðin samþykkt.

 

11. Fundargerð byggingarnefndar, 137. fundur, 12. mars 2002
3. liður, Jón ásmundsson, þórustöðum 6, umsókn um leyfi til að byggja bílskúr.
Sveitarstjórn tekur undir átölur byggingarnefndar.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
4. liður, Guðmundur Elísson sækir um leyfi til að innrétta íbúðarhúsið að Kroppi.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

 

12. Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri fyrir árið 2002, tilnefning fulltrúa
Samþykkt að Bjarni Kristjánsson verði fulltrúi Eyjafjarðarsveitar á fundinum. Til vara, Hólmgeir Karlsson.

 

13. Drög að endurskoðaðri greinargerð með Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, 2. kafli, 1. útg. 13. mars 2002
Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð skipulagsnefndar 17. fundur dags. 15. mars 2002
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

Getum við bætt efni síðunnar?