361. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 12. desember 2008 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís
þórhallsdóttir, Stefán árnason, Guðmundur Jóhannsson,
Fundargerð ritaði: Stefán árnason ,
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2008. Var það samþykkt og verður
2. liður dagskrár.
Dagskrá:
1. 0811020 - Hugmyndir um breytingar á stjórnsýslu Eyjafjarðarsveitar
Lagt fram til kynningar.
2. 0812004 - Fjárhagsáætlun 2008 - Endurskoðun áætlunar
Fyrirliggjandi breytingar á áætlun ársins 2008 voru samþykktar. í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að
rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um kr. 921 þús.
3. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Síðari umræða
Fyrir lá eftirfarandi tillaga um álagningu gjalda 2009:
útsvar 13,03% (óbreytt)
Fasteignaskattur, A stofn 0.41% (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn samkv. lögum
Fasteignaskattur, C stofn 1,20% (óbreytt)
Vatnsskattur ákvörðun Norðurorku ehf.
Holræsagjald 0.055% (óbreytt)
Lóðarleiga 0.75% (óbreytt)
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
Elli- og örorkulífeyrisþegum verði veittur fastur afsláttur kr. 20.000.- af fasteignaskatti af eigin íbúðarhúsnæði enda sé
viðkomandi þar búsettur. Einnig verði veittur tekjutengdur viðbótarafsláttur kr. 10.000.- miðað við tekjuviðmið.
Tekjuviðmið hækki um 3,5% og verði:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að kr. 1.864.576.- 100% afsláttur
b) með tekjur á bilinu kr. 1.864.577.- - 2.144.963.- 50% afsláttur
Fyrir hjón og sambúðarfólk:
a) með tekjur allt að kr. 2.607.602.- 100% afsláttur
b) með tekjur á bilinu kr. 2.607.603.- - 3.000.145.- 50% afsláttur
Sorpgjald: 240 l ílát kr. 17.150.- 10% hækkun
500 - 660 l ílát kr. 27.981.- 10% hækkun
1100 l ílát kr. 65.012.- 10% hækkun
Sumarhús kr. 5.500.- 10% hækkun
Rotþróargjald verði óbreytt:
þróarstærð allt að 1800 l kr. 5,785,-
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 8,834,-
Gjaldskrá leikskóla verði óbreytt.
Skólavistunargjald verði óbreytt.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2009 í þús. kr.:
Tekjur kr. 538.658.-
Gjöld án fjármagnsliða kr. 503.389.-
Fjármunatekjur og gjöld kr.( 22.157.- )
Rekstrarniðurstaða kr. 13.113.-
Veltufé frá rekstri kr. 47.081.-
Fjárfesingarhreyfingar kr.( 7.963.- )
Afborganir lána kr.( 38.731.- )
Hækkun á handbæru fé kr. 387.-
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt
sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00