346. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 22. apríl 2008 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Elín Margrét
Stefánsdóttir, Stefán árnason, Bjarni Kristjánsson,
Fundargerð ritaði: Stefán árnason ,
Dagskrá:
1. 0804004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 102
Fundargerð 102. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 0802045 - þverá 1 - Breyting á aðalskipulagi vegna jarðgerðarstöðvar.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.2. 0803057 - álfaklöpp - þórður Harðarson sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.3. 0804007 - Gæðir ehf sækir um að Hrísaskógar landnr. 200937 verði gert að lögbýli.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2. 0804014 - 109. fundargerð heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
3. 0804026 - Fundargerð 192. fundar Eyþings
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. 0804013 - Landgræðsla ríkisins - Vegna verkefnisins "Bændur græða landið" 2008.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 27.000.-
5. 0802023 - 22. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
6. 0709009 - Sala fasteigna að Syðra-Laugalandi
í erindinu fer Bjarkey Ingólfsdóttir fram á að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að fá lóð
Kirkjumálasjóðs að Syðra-Laugalandi keypta. Jafnframt að Lagos, lögfræðistofa, verði ráðin til að reka málið f. h.
sveitarfélagsins. í þriðja lagi fer hún fram á að mega skilyrða kaupin við að henni takist að selja húseign sína í
Garðabæ fyrir 1. ágúst 2008. þótt það komi ekki fram í erindinu hefur Bjargey lýst yfir munnlega við sveitarstjóra að
hún geri þá kröfu að fáist lóðin keypt komi hugsanlegat kaupverð ekki til hækkunar á tilboði hennar í húseignina
frá 14. sept. 2007.
það hefur komið fram í viðræðum við lögfræðing Kirkjumálasjóðs að það komi til álita að selja
umrædda lóð. Hins vegar þarf Kirkjumálaráð að taka ákvörðun um söluna og liggur sú ákvörðun ekki fyrir.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita formlega eftir kaupum á lóðinni. Hafi ekki fengist niðurstaða í málinu fyrir lok maí
mánaðar n. k. mun sveitarstjórn ganga frá lóðarleigusamningi vegna margumræddrar lóðar á grundvelli fyrirliggjandi yfirlýsingar og
samningsdraga frá 11. apríl 2008. Sveitarstjórn getur ekki fallist á þá beiðni Bjargeyjar að fáist lóðin keypt komi kaupverð
hennar ekki til hækkunar á tilboði hennar frá 14. sept. s. l. enda kemur fram í kauptilboðinu „ að seljandi láti gera lóðarsamning
við landeiganda fyrir afsal“. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að verða við beiðni Bjargeyjar um að fela þeirri
lögfræðistofu sem hún bendir að fara sérstaklega með þetta mál. Með þessari samþykkt hefur tilboðsgjafi, Bjarkey
Ingólfsdóttir, frest til 31. maí n. k. til að standa við tilboð sitt.
7. 0804024 - Tillaga frá F-listanum um gjaldfrjálst aðgengi barna undir 12 ára aldri að sundlaug
Eyjafjarðarsveitar.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og fá nánari upplýsingar um áætlaðan kostnað.
8. 0804027 - Umsókn um aukafjárveitingu til hellulagnar við norðurinngang íþróttahúss.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins. áætlaður
kostnaður er kr. 1.300.000.-
9. 0804028 - Norðurorka - samningar um hitaveitumál.
Sveitarstjórn samþykkir að taka upp formlegar viðræður við Norðurorku ehf. um hugsanleg kaup fyrirtækisins á veitustofnunum
Eyjafjarðarsveitar.
10. 0804029 - Umsókn um styrk til Orkusjóðs vegna jarðhitaleitar.
Lagt fram til kynningar.
11. 0804030 - Boðun á aðalfund Flokkunar ehf 30.apríl 2008.
Samþykkt að Arnar árnason verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
12. 0804025 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2009-2011.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50