Sveitarstjórn

334. fundur 09. nóvember 2007 kl. 14:01 - 14:01 Eldri-fundur
334. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 24. október   2007,   kl. 09:00.
Mætt voru:  Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir,  Reynir Björgvinsson,  Jón Jónsson,  Karel Rafnsson,  Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Fundargerð menningarmálanefndar, 118. fundur, 17. okt. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
    
2. Fundargerð skólanefndar, 166. fundur, 18. okt. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 104. fundur, 3. okt. 2007.
Lögð fram til kynningar                

4. Fundargerð byggingarnefndar, 62. fundur, 5. okt. 2007.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 5. til og með 9. lið fundargerðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð skipulagsnefndar, 89. fundur, 23. okt. 2007.
Fundargerðin er samþykkt.

6. Fundargerð aðalfundar Eyþings 5. – 6. okt. 2007 ásamt fylgiskjölum.
Lögð fram til kynningar        

7. Minnisblað um safnamál, stefnumótun, 17. okt. 2007.
Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund áætlun um kostnað við skráningu safnsins.  

8. Ofanflóðavarnir við Grænuhlíð, ákvörðun um framkvæmdir, skipulagsgerð.
Sveitarstjórn samþykkir að kosta gerð varnargarðs gegn 90% styrkveitingu frá Ofanflóðasjóði.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

9. Stofnkostnaður sundlaugar 2007, yfirlit.
Lagt fram til kynningar.   
Sveitarstjóra falið að ræða við hönnuð og eftirlitsaðila sundlaugar um þá ágalla sem upp hafa komið.

10. Gásir, stofnaðild að sjálfseignarstofnun um uppbyggingu og rekstur Gásakaupstaðar.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir frekari kynningu á málinu.

11. Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008, tillaga að rammaáætlun málaflokka og tekjuáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um hækkun útgjaldaramma til óbundinna liða milli áranna 2007 og 2008.  Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna málið áfram.

12. Fyrirspurn George Hollanders og Lucienne ten Hoeve, dags. 5. okt. 2007 um kaup á 4.6 ha lóð öldu.
Afgreiðslu frestað.

13. Fyrirspurn frá F-listanum um stöðu verkefna, minnisblað dags. í okt. 2007.
Afgreiðslu frestað

14. Erindi dags. 17. okt. 2007, um framlag til verkefnisins “Bændur græða landið.”
Afgreiðslu frestað.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  11:00
Getum við bætt efni síðunnar?