330. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 28. ágúst 2007, kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerðir atvinnumálanefndar, 48. og 49. fundur, 11. júní og 2. ágúst 2007.
Varðandi d lið 49. fundargerðar er sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um áform RARIK hvað varðar þrífösun í sveitarfélaginu
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerðir skólanefndar, 162. og 163. fundur, 15. og 21. ágúst 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð umhverfisnefndar, 77. fundur, 22. ágúst 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerðir skipulagsnefndar, 85. og 86. fundur, 20. og 27. ágúst 2007.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með skipulagsnefnd sem fyrst.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 109. fundur 15. ágúst 2007.
3. liður. Erindinu er hafnað.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 verði mótaðar skýrari reglur um fjárstuðning til einkaaðila vegna námskeiðshalds og þjónustu sem þeir bjóða börnum og unglingum í sveitarfélaginu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðarsveitar 1998 – 2008. 3. fundur, 16. júlí 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
7. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar, 60. og 61. fundur, 17. júlí 2007 og 21. ágúst 2007.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 7. til og með 9. lið 60. fundar svo og 6. lið 61. fundar.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 102. fundur, 8.ágúst 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.
9. þjónustudeild Eignasjóðs, breytingar á starfslýsingum o. fl.
Eftirfarandi bókun var samþykkt:
“Með vísan til fyrirliggjandi gagna og umræðu um samþykkt um þjónustudeild Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar og starfslýsingar fyrir starf á deildinni (starf dýraeftirlitsmanns þar með talið) telur sveitarstjórn rétt að starfslýsingar þessar verði endurskoðaðar. Endurskoðunin taki jafnframt mið af tillögu að starfslýsingu fyrir umsjónarmann við Hrafnagilsskóla og verkskipulagi hans. þessi viðfangsefni verði eftir sem áður hluti af viðfangsefni þjónustudeildarinnar. Launakjör ráðist í starfsmati sbr. samkomulag um slíkt mat milli Launanefndar sveitarfélaga annars vegar og SGR, SSB og Kjarna hins vegar frá 19. nóv. 2004.”
10. ályktun stjórnar Eyþings frá 12. júlí 2007.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:40