Sveitarstjórn

325. fundur 13. ágúst 2007 kl. 09:46 - 09:46 Eldri-fundur
325. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi fimmtudagur 7. júní 2007,   kl. 20.00.
Mætt voru: Arnar árnason, Bryndís þórhallsdóttir, Einar Gíslason,  Sigríður örvarsdóttir,  Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Elísabet Sigurðardóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2006, síðari umræða.
Fyrir fundinum lágu einnig ábendingar skoðunarmanns.
ársreikningurinn er samþykktur samhljóða.

2. Fundargerð félagsmálanefndar, 114. fundur, 24. maí 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 106. fundur, 29. maí 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerðir skipulagsnefndar 78. og 79. fundur, 22. og 24. maí 2007.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
    
5. Fundargerð umhverfisnefndar, 76. fundur, 22. maí 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Fyrirspurn dags. 11. maí 2007 um styrki til þeirra barna og unglinga sem sækja íþrótta- og/eða tómstundastarf til Akureyrar.
Erindinu er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og henni falið að skoða mögulegar leiðir og útfærslur.

7. Listalíf, erindi dags. 21. maí, umsókn um styrk til að ljúka gerð heimildamyndar um lífshlaup Sverris Hermannssonar, húsasmíðameistara.
Sveitarstjórn samþykkir styrk kr. 300.000.-  og er fjármögnun vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.

8. Erindi dags. 9. maí 2007 frá íbúum við Skólatröð um lóðarfrágang.
Erindinu er hafnað að svo stöddu.

9. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, tillaga vinnuhóps dags. 31. maí 2007 um breytingu á skiptingu rekstrarkostnaðar skólans milli sveitarfélaganna.
Tillagan var samþykkt.

10. Sundlaug Hrafnagilsskóla, valkostir og kostnaðaráætlun vegna aukinnar búningsaðstöðu o. fl.
Lagt fram til kynningar
Sveitarstjórn samþykkir  1. – 7. lið  á fyrirliggjandi minnisblaði sveitarstjóra.

11. Endurnýjun samnings um rekstur á mötuneyti fyrir Hrafnagilsskóla og Krummakots.
Fyrirliggjandi drög voru samþykkt  með 4 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum minnihlutans.
Fulltrúar F listans óskuðu að bókað yrði:
"Fulltrúar F-listans gera athugasemd við vinnubrögð H-listans sem varða rekstur mötuneytis Hrafnagilsskóla.
á vordögum 2006 ákváðu fulltrúar H-listans  að endurnýja ekki samning  við þáverandi rekstraraðila mötuneytis Hrafnagilsskóla og gengu beint til samninga við nýjan rekstraraðila. Fram kom í röksemdafærslum H-listans að vegna tímaskorts væri verkefnið ekki boðið út og þess vegna yrði einungis samið til eins árs.   
Nú er árið liðið og fyrir liggur að H –listinn hyggst semja við áðurnefndan aðila með sama hætti og fyrir ári, þ.e. án útboðs eða verðkönnunar hjá aðilum sem geta veitt sömu eða sambærilega þjónustu.
Fulltrúar F-listans vilja með þessu ekki á nokkurn hátt kasta rýrð á núverandi rekstraraðila en harma þau vinnubrögð meirhlutans að ganga til samninga við aðila án þess að kanna hvað sé eðlilegt að greiða fyrir þjónustu sem þessa.
Fulltrúar F-listans greiða því atkvæði gegn því að semja við rekstraraðila mötuneytis án verðkönnunar."

12. Skipan umsjónarnefndar  með hönnun á lóð Hrafnagilsskóla.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

13. Heimur hf., tilboð um birtingu upplýsinga um sveitarfélagið á vefsíðunni icelandreview.com.
Samþykkt að vísa erindu til atvinnumálanefndar og mennigarmálanefndar.

14. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. maí 2007, viðbragðaáætlun vegna sorphirðu komi til heimsfaraldurs inflúensu.
Samþykkt að vísa erindinu til heilbrigðisnefndar.

15. Göngustígur Reykárhverfi – Kristnes, kostnaðaráætlun.
Sveitarstjórn vísar erindinu til  gerðar þriggjaára áætlunar.

16. Flugmódelfélag Akureyrar, erindi dags. 18. maí 2007, beiðni um styrkveitingu vegna flugsamkomu að Melgerðismelum 11. ág. 2007.
Erindinu er hafnað.

17. Málefni Vinnuskólans.
Rætt um málefni vinnuskóla.

18. Tjaldstæði við Hrafnagilsskóla.
Rætt um málefni tjaldstæðis.

19. Tillaga frá F listanum um að gerður verði samstarfssamningur milli Eyjafjarðarsveitar og Hjálpatsveitarinnar Dalbjargar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra,  Arnari árnasyni og Jóni Jónssyni að vinna drög að samningi við Hjálparsveitina.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  22:25
Getum við bætt efni síðunnar?